27.11.2008 | 17:58
Sniðugt?
Eru virkilega einhverjir svo grunnt þenkjandi, að láta sér detta í hug þessa lokun?
Með lokun vinstri beygjunnar er útilokað að komast Bústaðaveginn beina leið út úr borginni. Fólk verður að fara í gegn um Bústaða- og Smáíbúðarhverfið, þar sem víðast er 30 km hámarkshraði, og komast út á Miklubrautina niður Réttarholtsveg eða Grensásveg. Þar myndast að sjálfsögðu umferðarhnútar, enn betur hnýttir en þessi. Til dæmis eru umferðarljós á Réttarholtsvegi, þar sem hönnuð var einhver illræmdasta vinstri beygja á ljósum á höfuðborgarsvæðinu, fyrir þá sem ætla til hægri. Dettur "snillingunum" virkilega í hug, að fólk, sem er að flýta sér út úr bænum, hafi nægilegan tíma eða þolinmæði til að sniglast þessa seinfæru afkima á undir 30 km hraða? Þarna eru skólar, barnmargar fjölskyldur, mjóar götur og víða bratt, sérstaklega niður Réttarholts- og Grensásveg. Að vetri eru báðar þessar leiðir stórhættulegar.
Þeir segjast ætla að loka beygjunni í 6 mánuði í tilraunaskyni. Mér líst illa á að Borgarráð ætli að leika sér með líf barnanna í hverfinu mínu til reynslu. Þá er betra að sleppa þessari hugdettu.
Loka vinstri beygju af Bústaðavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Stefán Aðalsteinsson
Nýjustu færslur
- 1.5.2015 Óánægjufylgi ?
- 28.4.2015 Að stytta sér leið.
- 20.4.2015 Vonandi hafa þessir dómarar "almenna dómgreind"
- 4.4.2015 Ekki meir, ekki meir.
- 3.4.2015 Staðsetning Landspítala
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óskar Bergson þarf að flýta sér í vinnuna niður í ráðhús enda held ég að hann búi í Breiðholtinu. Þetta er hið versta mál og ekkert hlustað á íbúa Bústaðahverfis, bara Breiðholtshverfis. Viltu ekki starta undirskriftum gegn þessu?
Sigríður (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:07
Hjartanlega sammála. Þó ég skilji að gjörningurinn sé gerður til að liðka fyrir á gatnamótum Sæbrautar og Bústaðarvegar þá er bara verið að færa vandamálið annað í hverfinu. Eins og þú bendir á mun umferðarþungi á Sogavegi og Réttarholtsvegi aukast til muna en þar eru bæði barnaskóli og leikskóli s.s. börn á ferðinni.
Held að mislæg gatnamót við Bústaðarveg - Sæbraut sé rétta lausnin en fæ hinsvegar ekki skilið hvernig þessi lokun á að hjálpa til uns ákvörðun um mislæg gatnamót verður tekin.
er ekki rétt að loka líka gatnamótum af Sæbraut inn á Miklubraut. Það hlýtur að minnka umferðarþunga á morgnanna sem og síðdegi þegar umferðarþunginn er sem mestur.... Nei það sjá það allir að það er ekki rétt.
Guðmundur Zebitz, 27.11.2008 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.