Staðsetning Landspítala

Mér finnst, eins og mörgum öðrum liggja beint við að byggja spítalann á Vífilstaðareitnum.

Þar er  og verður greiðfært til allra átta, Suðurnesja, austur fyrir fjall, vestur og norður.

Fyrirhuguð staðsetning í Vatnsmýrinni er vonlaus, veldur algjöru umferðaröngþveiti og læsir bókstaflega öllum leiðum fyrir vesturbæinga og Seltjarnarnesbúa sem nú eru reyndar aðeins tvær, auk þess sem hún skerðir allan viðbragðstíma, þegar mikið liggur við. Nálægð Reykjavíkurflugvallar skiptir litlu máli í þessu samhengi.

Auðvitað má koma þar fyrir þyrlupöllum fyrir "akút" (bráða) tilvik, jafnvel velli fyrir sjúkraflug

Þessi lóð við Útvarpshúsið er lítil og svo arfavitlaus staðsetning miðað við umferð, að hún er sjálfkrafa dæmd út af borðinu. Hreinlega annarlegt að einhverjum skula láta sér detta sú staðsetning í hug.

Reyndar er búið að eyða miklum tíma og fjármagni í undirbúning spítalans í Vatnsmýrinni á undanförnum árum, svo sem í samkeppnir, útreikninga arkitekta, byggingafræðinga, teikningar og fleira, en allir sem "vilja", sjá að þarna er á ferðinni aðgerð fyrir almenna velferð ti frambúðar, en ekk sérhagsmuni einstaklinga eða þrýstihópa til skamms tíma.

Hefjum byggingaferlið strax á Vífilsstaðasvæðinu.


mbl.is Bregst við gagnrýninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Aðalsteinsson

Höfundur

Stefán Aðalsteinsson
Stefán Aðalsteinsson

Eldri borgari með ahuga á almennri velferð.

Vonar að hann hafi almenna dómgreind og réttlætiskennd.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband