Færsluflokkur: Bílar og akstur

Sniðugt?

Eru virkilega einhverjir svo grunnt þenkjandi, að láta sér detta í hug þessa lokun?

Með lokun vinstri beygjunnar er útilokað að komast Bústaðaveginn beina leið út úr borginni. Fólk verður að fara í gegn um Bústaða- og Smáíbúðarhverfið, þar sem víðast er 30 km hámarkshraði, og komast út á Miklubrautina niður Réttarholtsveg eða Grensásveg. Þar myndast að sjálfsögðu umferðarhnútar, enn betur hnýttir en þessi. Til dæmis eru umferðarljós á Réttarholtsvegi, þar sem hönnuð var einhver illræmdasta vinstri beygja á ljósum á höfuðborgarsvæðinu, fyrir þá sem ætla til hægri. Dettur "snillingunum" virkilega í hug, að fólk, sem er að flýta sér út úr bænum, hafi nægilegan tíma eða þolinmæði til að sniglast þessa seinfæru afkima á undir 30 km hraða? Þarna eru skólar, barnmargar fjölskyldur, mjóar götur og víða bratt, sérstaklega niður Réttarholts- og Grensásveg. Að vetri eru báðar þessar leiðir stórhættulegar.

Þeir segjast ætla að loka beygjunni í 6 mánuði í tilraunaskyni. Mér líst illa á að Borgarráð ætli að leika sér með líf barnanna í hverfinu mínu til reynslu. Þá er betra að sleppa þessari hugdettu.

 

 


mbl.is Loka vinstri beygju af Bústaðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Stefán Aðalsteinsson

Höfundur

Stefán Aðalsteinsson
Stefán Aðalsteinsson

Eldri borgari með ahuga á almennri velferð.

Vonar að hann hafi almenna dómgreind og réttlætiskennd.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband