Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.5.2015 | 14:05
Óánægjufylgi ?
Ja, nú er bara að standa undir væntingum. Fá til liðs við sig fólk með almenna dómgreind, fólk með sérþekkingu og virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum, en umfram allt fólk, sem getur "lekið" sem mestu af svokölluðum trúnaðarupplýsingum, sérstaklega þeim sem varða stjórnsýslu, fjármál, banka og almannahagsmuni. Það er af hinu góða og upprætir spillinguna, sem grasserar og vex eins og myglusveppur með hverjum deginum í samfélaginu. Það má samt ekki rugla saman opinberum trúnaði ( upplýsingum, sem alla varðar og allir eiga skýlausan rétt á að vita ) og viðkvæmum persónuupplýsingum. Og í guðanna bænum forðist persónulegar ávirðingar og skítkast, eins og heitan eldinn.
Óánægjufylgi til Pírata, ekki öfgaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2015 | 20:14
Að stytta sér leið.
Það liggur svo beint við að Arnar er á eftir, þegar kemur að beygjunni. Hann stekkur því yfir gangstéttina og innan við staurinn og beint í veg fyrir Ingvar.
Nú hef ég ekki séð hvernig hlaupalínan var uppteiknuð, en ekki finnst mér annað líklegt, en að hlaupararnir hafi átt að fara út fyrir staurinn.
Stytti Arnar sér leið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2015 | 00:43
Vonandi hafa þessir dómarar "almenna dómgreind"
Hvað er til viðurstyggilegra en að setja eigin þjóð sína á "hausinn" með einbeittum brotavijla ?
Mál án fordæma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2015 | 17:01
Ekki meir, ekki meir.
Nú finnst mér nóg komið af orðagjálfri og skrifræpu.
Ég leyfi mér enn einu sinni að mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu Landspítalans við Hringbraut.
Það yrði þvílík skerðing á möguleikum íbúa miðbæjar, vesturbæjar og Seltjarnarness til að komast leiðar sinnar heim og að heiman, að ég get ekki hugsað þá hugsun til enda.
Jafnframt mundi það skapa algjört öngþveiti við flutning sjúklinga.
Jafnframt bendi ég á Vífilstaðasvæðið, eins og reyndar margir hafa gert áður.
Byrja strax að byggja þar og ekki orð um það meir.
Hagkvæmast að byggja við Hringbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2015 | 01:07
Staðsetning Landspítala
Mér finnst, eins og mörgum öðrum liggja beint við að byggja spítalann á Vífilstaðareitnum.
Þar er og verður greiðfært til allra átta, Suðurnesja, austur fyrir fjall, vestur og norður.
Fyrirhuguð staðsetning í Vatnsmýrinni er vonlaus, veldur algjöru umferðaröngþveiti og læsir bókstaflega öllum leiðum fyrir vesturbæinga og Seltjarnarnesbúa sem nú eru reyndar aðeins tvær, auk þess sem hún skerðir allan viðbragðstíma, þegar mikið liggur við. Nálægð Reykjavíkurflugvallar skiptir litlu máli í þessu samhengi.
Auðvitað má koma þar fyrir þyrlupöllum fyrir "akút" (bráða) tilvik, jafnvel velli fyrir sjúkraflug
Þessi lóð við Útvarpshúsið er lítil og svo arfavitlaus staðsetning miðað við umferð, að hún er sjálfkrafa dæmd út af borðinu. Hreinlega annarlegt að einhverjum skula láta sér detta sú staðsetning í hug.
Reyndar er búið að eyða miklum tíma og fjármagni í undirbúning spítalans í Vatnsmýrinni á undanförnum árum, svo sem í samkeppnir, útreikninga arkitekta, byggingafræðinga, teikningar og fleira, en allir sem "vilja", sjá að þarna er á ferðinni aðgerð fyrir almenna velferð ti frambúðar, en ekk sérhagsmuni einstaklinga eða þrýstihópa til skamms tíma.
Hefjum byggingaferlið strax á Vífilsstaðasvæðinu.
Bregst við gagnrýninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2015 | 17:06
Viðbjóður
Þetta er svo mikil svívirða og mannfyrirlitning að maður verður kjaftstopp.
Bankatoppar fengu rúman milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2015 | 00:16
Hrokagikkir við stjórnvölinn.
Mér finnst það koma æ betur í ljós hvað þeir, sem sækjast helst eftir að komast að kjötkötlunum og stjórnun, eru lausir við sjálfsgagnrýni og já, bara illa upp aldir.
Hefur ekkert með aldur að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2015 | 19:01
Skattsvik = landráð
Já, já. Um að gera að gefa landráðamönnunum 1 ár í viðbót við þessi 7 sem liðin eru frá hruni, til þess að hylja enn betur slóðina.
Arne litli Treholt var dæmdur fyrir landráð vegna þess að hann sást með skjalatösku á tali við Rússa á kaffihúsi. Aldrei fékkst upplýst hvað þessi skjalataska innihélt.
Misyndismennirnir, sem stálu öllu steini léttara og settu þjóðina sína á hausinn, fá fjölda ára til að koma þýfinu undan. Hverjir eru landráðamenn, ef ekki þeir?
Mér finnst þetta skrýtið, verð að segja það.
Skattsvikarar fá eins árs frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2015 | 22:51
Frelsi
Fyrir mér er þetta ósköp einfalt.
Frelsi eins endar þar sem frelsi annars hefst.
Ef þetta "grundvallar samskiptalögmál" er ekki virt, leiðir það til átaka.
Kúnstin er að sjá hvar mörkin liggja.
Þannig er nú það.
Frelsi hinna fáu til að maka krókinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2014 | 14:23
Óásættanlegt.
Um bloggið
Stefán Aðalsteinsson
Nýjustu færslur
- 1.5.2015 Óánægjufylgi ?
- 28.4.2015 Að stytta sér leið.
- 20.4.2015 Vonandi hafa þessir dómarar "almenna dómgreind"
- 4.4.2015 Ekki meir, ekki meir.
- 3.4.2015 Staðsetning Landspítala
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar